UM VETIS

VETIS ehf. var stofnað árið 2002 í kringum innflutning á sérvörum, tækjum og búnaði fyrir dýralækna og heildsölu á hundafóðri og fóðurbætiefnum fyrir dýr. Stofnendur Vetis eru dýralæknar sem hafa mikla þekkingu og reynslu af þessum málaflokki.  Starfsfólk Vetis  er sérvalið vegna menntunar eða reynslu tengda dýrum og hefur fengið sérþekkingu tengt sínu starfssviði hjá Vetis, nú auk þessa að hafa brennandi áhuga á velferð dýra að sjálfsögðu. Endursöluaðilar fyrir innfluttar vörur Vetis eru fagaðilar svo sem dýralæknar og sérverslanir með fóður og gæludýravörur.  Vetis er til húsa við Melabraut 24 í Hafnarfirði.

MARKMIÐ OKKAR

Stefna Vetis er að flytja inn hágæða vörur sem á einn eða annan hátt geta bætt aðbúnað og umönnun dýra. Einkunnarorð fyrirtækisins er Gæði og þekking í þágu dýra. Markmið okkar er að vera framarlega á markaði með gæða fóður og endingargóðar hliðarvörur fyrir gæludýraeigendur. Vetis skiptir við ábyrg framleiðslufyrirtæki sem hafa dýrahagsmuni og náttúruvernd í fyrirrúmi. Vetis ætlar að vera leiðandi í innleiðingu nýjunga á sviði dýralækninga á Íslandi. Vetis kappkostar að veita framúrskarandi þjónustu við sína viðskiptavini með góðu vöruúrvali, auðveldu aðgengi að upplýsingum og skjótri þjónustu.  

HUGMYNDAFRÆÐI OKKAR

Vetis er lítið fyrirtæki með stórar hugsjónir og háleit markmið. Með framúrskarandi þjónustu sinnum við endursöluaðilum okkar af alúð. Við byggjum upp persónuleg samskipti og veitum hraða og góða þjónustu. Við kappkostum að upplýsa og fræða viðskiptavini okkar og endursöluaðila um vörurnar okkar, um almennar þarfir dýranna og þeirra aðbúnað. Rétt fóðrun og umönnun er einn mikilvægasti þáttur í lífsskeiði dýra og því er það ábyrgð okkar að bregðast hratt og rétt við fyrirspurnum viðskiptavina okkar. Við tökum samfélagslega ábyrgð og flokkum rusl og notum pappírslausa viðskiptahætti sem einn lið í náttúruvernd. 

VÖRUMERKIN OKKAR

STANDA FYRIR HÁGÆÐA VÖRUR

BELCANDO

Belcando er hágæða hundafóður framleitt af Bewital í Þýskalandi. Belcando inniheldur 30% þurrkað kjöt og eingöngu er notað kjöt sem hæft er til manneldis. Fóðrið er framleitt af alúð fyrir besta vin okkar því er það án hveitis, gervilitarefna, gervibragðefna og rotvarnarefna. Belcando fæst bæði sem þurrfóður og blautfóður. 

NOBBY PETSHOP

Nobby Petshop er þýskt gæðamerki fyrir gæludýravörur og sælgæti. Nobby er eitt af okkar sterkustu merkjum. Gæludýrasælgætið frá þeim er án sykurs og gervi-litar- og bragðefna, það hefur reynst afar vinsælt og virðist einkar bragðgott. Allar vörurnar eru af miklum gæðum, endingargóðar og á sanngjörnu verði.

ARMITAGE

Armitage er stærsti sjálfstæði framleiðandi og dreifingaraðili gæludýravara í Bretlandi. Vetis er með breytt úrval af jóla- og hátíðavöru fyrir gæludýrin frá Armitage.

LEONARDO

Leonardo er hágæða kattafóður fyrir ketti á öllum aldri framleitt af Bewital í Þýskalandi. Leonardo er framleitt úr hágæða hráefni, sem hæft er til manneldis. Leonardo inniheldur hátt hlutfall kjöts úr hreinum kjötvöðva. Fóðrið er framleitt af alúð fyrir kisurnar okkar því er það án hveitis, gervilitarefna, gervibragðefna og rotvarnarefna. Leonardo fæst bæði sem þurrfóður og blautfóður.

BEWI CAT

Bewi Cat er gæða kattafóður ætlað öllum heilbrigðum fullorðnum köttum framleitt af Bewital í Þýskalandi. Bewi Cat fæst bæði sem þurrfóður og blautfóður.

BEWI DOG

Bewi Dog hundafóður er gæða fóður framleitt úr besta fáanlega hráefni af Bewital í Þýskalandi. Í Bewi Dog er notað kjötmjöl með háu kjöthlutfalli og lágu beinahlutfalli. Bewi Dog er afar vandað fóður og á verði sem allir ráða við. Bewi Dog fæst bæði sem þurrfóður og blautfóður.

BEWITAL

BEWITAL er fóðurframleiðandi í Þýskalandi. Hundafóður þeirra er afar vinsælt í Evrópu og er helst tengt hundasporti. Allt fóðrið þeirra er framleitt í Þýskalandi. Bewital notar eingögnu hágæða hráefni, framleiðir allt fóður án gerviefna, rotvarnarefna og litarefna og notast ekki við tilraunir á dýrum við framleiðslu sína.

E-VET

E-Vet í Danmörku er einn af stærstu dreifingaraðilum á dýralæknavörum í Evrópu. E-Vet var stofnað 1993 og byggja því á mikilli reynslu í dýralæknageiranum. E-Vet er staðsett í Haderslev og þar starfa 20 starfsmenn. Vetis er umboðsaðili E-Vet á Íslandi og flestar vörurnar eru sérpantanir..

DOGLAND

Dogland er hundafóður fyrir þá sem vilja gott fóður á góðu verði. Dogland er framleitt af Bewital í Þýskalandi. Dogland er þurrfóður sem fæst eingöngu í hagkvæmum 15 kg sekkjum.

VADIGRAN

Vadigran framleiðir smádýrafóður, fyrir nagdýr, fugla ofl. Vadigran framleiðir og dreifir vörum sínum í Belgíu. Vadigran varð fyrir valinu hjá okkur vegna hárra framleiðslu og gæðastaðla.

EICKEMEYER

 STARFSFÓLK OKKAR TEKUR VEL Á MÓTI ÞÉR

Arnar Freyr Hermannsson

Lagerstjóri

Gísli Sv. Halldórsson

Framkvæmdastjóri

Sigrún Pálmadóttir

Rekstrarstjóri

HAFÐU SAMBAND VIÐ VETIS

Heimilisfang og aðrar upplýsingar

Vetis ehf.
Kennitala 6602023660

Melabraut 24

220 Hafnarfirði

Ísland


Sími / Tel:  +354 421 8005
Farsími / Mobile: +354 651 8005
Tölvupóstur / E-mail: lager(hja)vet.is

www.vet.is 

www.facebook.com/belcandoisland

 

Leyfðu okkur að heyra frá þér... 

Ef þú vilt senda okkur fyrirspurn eða spurningar varðandi vörurnar okkar eða vörumerkin á vefsíðunni endilega hafðu samband hér fyrir neðan.

 

Öllum fyrirspurnum er svarað innan 24 klst.